Sunday, June 26, 2011

it´s a journey...

Föstudaginn eftir að ég kom heim frá Mexico fór ég til læknis míns í Philly og fékk hjá henni beinstyrkjandi sprautu sem þeir höfðu mælt með í Mexico, þar sem það eru auknar hættur á beinbrotum þar sem krabbinn lyggur í beinunum á mér...en mér fannst það nú ekki saga inn á þessa síðu þar sem mig langar nú ekkert til að vera með leiðindi en ég varð alveg rosalega veik af sprautunni...sem var nú ekki með öllu slæmt því ég fékk alveg blússandi hita í 3 daga og þar sem ég veit að hitinn drepur krabba-sellur þá gat ég nú ekki annað en verðið pínu sátt eftir á. Eftir á koma ein vika sem var bara nokkuð fín en svo byrjaði ég aftur að finna mikið til í líkamanum...og ég ekkert nema bjartsynin laggðist á koddann á kvöldin og sagði við mig að ég yrði flott eftir nætur svefn..svoleiðis hélt það áfram í meira en viku þangað til að ég hringdi í minn fjalla lækni og fékk tíma í MRI...ég var nokkuð viss um að verkirnir væru aukaverkanir frá beina sprautunni þar sem ég las mér til á síðunni þeirra og ég var með að ég held öll þau ljótu einkenni sem þeir töldu upp. Doxi var á annari meiningu og hélt að krabbinn væri kominn á skrið og væri kominn í mænu vökvan.  MRI leiddi í ljós að mer finnst að ég hafði rétt fyrir mer en einhver orð um þursabit og diska sem lágu of nálægt hvort oðrum voru látin falla...ekkert með krabbann að gera.  Þar er nú svo skrítið með mig að ég er nú ekki mikið fyrir það að bögga lækna og pannta ekki tíma fyrr en ég held að ég hafi nú eitthvað merkilegt og svo þegar ég kem til læknisins þá eru svo oft öll einkenni farin...? ótrúlegur anskoti sem það er...kannist þið við þetta? En það var bara hið besta mál enda mamma í heimsókn og veit að henni leist ekkert á blikuna þannig að það var gaman að geta sýnt henni betri hliðina á mér :-)

Á föstudaginn fór ég svo í alsherja scan PET CT og hvað þetta allt heitir og doxi hringdi í mig á föstudags kvöldið og gaf mér þau leiðu tíðindi að krabbinn hefði vaxið á sumum stöðum og væri líka að sýna sig á nýjum stöðum...ég er miður mín...!...þetta er náttúrulega steinhlass í vegi mínum en yfir vil ég...Pollyana er búin að týna fótunum í augnablikinu en langar til að lifa fyrir svo margt og fellur auðmjúk á hnén og biður Guð um styrk. Vildi óska að ég hefði betri sögu að segja. Þetta er ferðalag og ég er ekki með neinn leiðarvísir...set bara einn fótinn fyrir framan hinn og held þannig áfram og ég er sannfærð um að ég þurfi að hlusta á hjartað og ég ætla halda áfram að gera það sem ég er að gera...ég þarf bara að gera meira og húkka upp það sem ég lærði í Mexico og gera þetta með stæl.
Elska ykkur öll og takk fyrir að hafa mig í bænunum ykkar
Namaste

It was my hope that today I would be giving you all some good news…but I’m not. But let’s save that for later. I’m going to start by telling you a little about my journey since I came home from Mexico.
It was bit of a shock coming home after 3weeks of just me and after me, and looking back I see it as an emergency landing…and I haven’t flown since. Don’t get me wrong it was wonderful to come home to the family but it was hard for me to continue with the program I learned at Sanoviv. I take my pills and that is about it…and of cause my trusted enema which I believe in more that I enjoy… :-/

Friday after I came home from Mexico I had an appointment in Philly and I received there a bone strengthening injection which my peeps in Mexico had recommended since there is increase risk for me to have bone fracture since I have cancer on my bones… I didn’t want to bother you all with painful stories but I got very sick of that injection…which wasn’t all bad because I had very high heat for 3days and I know that kills cancer cells..so we are not going to cry spilled milk..but it surly wasn’t pleasant while it lasted. Then I had a very good week and then I started to feel a lot of pain again…but I being the optimistic that I am I always expected the pain to be gone by the time I woke up the day after. That continued for over a week when I finally broke down and called my doctor and got an appointment for an MRI…I was pretty sure the pain that I was experiencing was side effects from the injection that I had because when I read the info on the drug makers site I pretty much had all of the side effects. The doctor was fearful that the cancer was spreading and endangering my spinal cord, but I think the MRI proved my point. Cancer was not spreading but there were some words about two disks being to close together and possibility of a bulging one…had nothing to do with the cancer. The weird thing with me is that I hate to go to the doctors and I don’t make an appointment until I think there really is something wrong with me and then when I finally go to the doctor my symptoms are gone…? Unbelievable..does that happen to you? Not that I’m complaining about that because I was very happy about finally waking up without pain specially since my mother was over for a visit and she was getting a bit uneasy so I was happy to be able to show her my better side. J  

Last Friday I went to Philly again very optimistic to have mega scans PET/CT chest and what have you. Then Friday night my doctor called me and I was so excited because I was expecting good news. The cancer is still growing and is showing up in new places…I’m mortified…! This is a major roadblock in my journey but I want to continue I want to get to the destination..healthy and hole.! And Mrs. Optimistic is lost and feeling a bit pessimistic and fearful…so humbly I fall onto my knees and ask God for strength. I wish I had better news to share with you all. This is a journey and I have no road map…all I know to do is to place one foot in front of the other and listen to my heart and that is what I’m going to do. I got to hitch-hike the Sanoviv rout again and do more and feel more.
I love you all and thanks for keeping me in your prayers.
Namaste

5 comments:

 1. Elsku fallega og hugrakka Sirrý mín. Sendi þér alla mína baráttuengla og helling af ást til þín og þinna.

  Lína

  ReplyDelete
 2. Baráttu kveðjur til þín Sirrý mín.
  Takk fyrir að deila með okkur sögunni þinni.
  Svala

  ReplyDelete
 3. Sirrý mín, þú ert alveg einstök og kannt vel að koma frá þér orði á blað. Ég lærði það af ferð minni til þín að mömmur geta ekki allt, í mesta lagi kysst á bágtið og beðið Almættið. Það hlýtur að vera einhver meining með þessu öllu saman, þú ert svo sterk og mikil sleggja að ég held að ekkert fái bugað þig, hvorki krabbi né kuðungur.
  Þú og þið öll eruð í huga mér og takk elskurnar fyrir að lana mér Freyjudrauminn. Við njótum þess að hafa hana og hún er að kenna mér eitt og annað, t.d. að borða ekki svona hratt, því það sé ekki gott fyrir mig. Svo gengur hún jafnóðum frá öllu dóti, rétt eins og þið systurnar.
  Bestu kvejur til Enu og Alfreðs með þökkum fyrir frábæra veislu í Vineland og svo knús í allt þitt hús.
  Elska ykkur öll
  mamma

  ReplyDelete
 4. Elsku Sirry mín. Þú ert hetja og heljarmenni. Haltu áfram, haltu áfram! sendi þér orku miklar hugsanir með mikilli gleði og kærleika. kveðja Ída

  ReplyDelete
 5. Hugsa til þín elsku frænka og gerðu að ekki vera feimin að hálf "hengja" þig á læknana. Ég hef nú bara glímt við smáræði í samræmi við þig (brjósklos og slitið hné) en það gerðist ekkert nema að ég hamaðist smá í læknunum og lét þá vita af mér. Kurteisin í fyrirrúmi að sjálfsögðu en ákveðinn þarf maður að vera þó að í þinni stöðu skilji ég vel að þú sérst aum.
  Baráttukveðjur til þín, ég sendi þér sterka strauma frá Íslandi og hef þig í bænum mínum.
  Knús,
  Raggý

  ReplyDelete