Wednesday, December 21, 2011

It's the end of the year as we know it...

Nú eru að koma jól... en eina ferðina og þá verður kátt í höllinni..kerti og spil og ótæmandi uppspretta af ást og þakklæti J
Þetta er búið að vera aldeilis árið...Finnst kannsi að ég eigi að eiga mitt eigið bindi á milli Aldarinnar Okkar, og bara við öll, við erum öll svo frábær á okkar “einstaka máta“. Mig langar til að deila því með ykkur að ég er nokkuð ánægð með að vera ég sjálf og vera á því ferðalagi sem ég er á og ekki má gleyma ferðafélögunum...nei ég er ekki að kveðja...(mikið finnst mér nú gott að ég get stundum hlegið að sjálfri mer J)
 En ég er samt að kveðja...ég er að kveðja part af sjálfri mér sem er búinn að þjóna mér í allt of langan tíma. Eins og ég sagði í fyrra bloggi þá er ég búin að vera í sálar vinnu og ég er búin að grafa og grafa og ég fann demant og utaná þessum demant liggur huglægur krabbi sem er búinn að stjórna allt of miklu í mér og mínu lífi. Ég er líka búin að komast að því að við erum öll með þennan demant og þennan krabba og öll í okkar einstöku mynd. Þetta er kvalar æxli og það talar og meðal annars sem það segir er...þú getur þetta ekki...þetta mistekst og allir hlæja...hvað ef þú segir eitthvað vitlaust...þú ert ekki nógu mjó...þú ert ekki nógu flott...ekki nógu menntuð...þú ert ekki nógu klár...fyndin...ekki gera þetta og ekki gera hitt...hvað ætli þau haldi um mig..hver sagði þetta og hitt og hvað það nú þýði...bla bla..bla...bla....bla........æl...bla...bla...gubb, gubb og ein æla í viðbót.
 Þetta æxli er alltaf í samanburði um allt og við allt og alla. Þetta æxli heldur því fram að allir séu að horfa og dæma og útfrá þeirri hræðslu að allir séu að dæma þá er æxið DÓMARINN. Ég er búin að halda í öll þessi ár að ég gæti ekki gert þetta og hitt...þorði ekki einu sinni að spurja til vegar, eða tala við ókunnugt fólk...finnst erfitt að gera allt í fyrsta skipti því að ég var svo hrædd við...að vera halló eða hvað fólki fyndist um mig, listinn er ótæmandi. Kaldhæðnin er að allir aðrir voru uppteknir í sinni hræðslu um hvað ég hugsaði um þá sjálfa...og uppskeran er skelfileg. Svo að ég tali nú bara fyrir mig þá drattast ég um með fortíðina fyrir framan mig...ég er að fatta þetta allt saman. Það er enginn sem getur dæmt mig eins harkarlega og ég geri sjálf,og nú er ég búin að fatta það og get slept því og þá er framtíðin bara björt! Þetta er um listina að lifa í núinu. Lifa í þeirri vitneskju um að ég og við erum stórkostleg og við erum heild. Uppgötvun mín felst í því að elska sjálfa mig ótakmarkað.
Ferðaplanið mitt er breitt...nú blæs ég í mitt eigið segl og set stefnuna á að finna ástina í sjálfri mér og öðrum. Hvernig er hægt að þjást ef að ástin er að leiðarljósi. Áfangarstaðurinn er á hreinu og nú er að skemmta sér á ferðalaginu.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra og ástríkra jóla. Ég óska þess að við höldum áfram að vera góð við hvort annað og sérstaklega við okkur sjálf því við erum bara FRÁBÆR, allt annað er gubb og fleiri ælur.
All we need is LOVE

Christmas time mistletoe and vine (mistletoe natural chemoJ) children singing..and me too…Christmas, time for love and appreciation J

This year has been a serious one for me and many others, but I wouldn’t exchange it for anything…sometimes you hear people say that and I’ve often wonder what they are smoking…;-) but talking for myself I say your attitude is a choice because I’m not a smoker…lol. I’m happy to be me and wouldn’t want to swap with anyone.
In saying that I have to admit that I have given a birth to a new me. I’ve been doing some heavy work on my mind and soul and I’ve found a diamond, diamond covered in a tumor. It’s a tumor that has been ruling and ruining my life for as long as I can remember. What I’ve found out as well is that I’m not the only one with this tumor…we all have it! This is a tumor of lot of pain and doubt, self-doubt. This tumor lives in our head and it has a voice and it never shuts up. What it says is for instance, you can’t do this, you’re going to fail, you’re not smart enough, I’m to fat, my hair is to -straight/curly/oily/limp/thin, I don’t have enough money, not educated enough, not skinny enough, to fat, what should I were, what are they going to think? Barf, barf, throw up and spit…why do we do this…?
This tumor is constantly comparing, every thing! This tumor assumes everyone is watching and judging and the tragedy  is that this tumor is killing the heart that’s hosting it. For years I’ve lived in fear…I haven’t done this and I haven’t done that of fear of failing and not looking good…been fearful of people, fearful of asking for help, fearful of what people where thinking of me, fearful of not looking good, the list is endless. The irony is that while I was occupied in my head about what people where thinking about me more than likely they were thinking the same. The result is terrible, we are living dead! But this is about me so I’ll explain from my prespective..I’ve been living with my past in my now and my future..
I’m getting it. Nobody can hurt me as much as I can hurt myself! I get it, If I love myself unconditionally there is nothing that can hurt my, I have a powerful future. It’s about living in the NOW. Living in the knowledge that I’m perfect, we are all born perfect.
My journey is altered, from now on I’ll be the wind in my sails and the destination is LOVE, love for myself and others. And I’m going to enjoy this ride J

I wish you all loving and happy holidays. I wish we continue to be kind to each other and specially to be kind and loving to ourselves..anything else is crazy. We are all FANTASTIC!

All we need is love
 

Monday, October 10, 2011

Holy Moly...

‘Eg fór í PET/CT myndartöku fyrir nokkrum dögum til að athuga stöðuna á gestagangnum í kroppa loppum mínum og í dag þá fékk ég loksins símtal frá doxanum í Philly með niðurstöðurnar...Oh My God...!! Þar sem áður var krabbamein út um allt í hryggsúlunni eru ör...! Krabbinn í vinstri lærleggnum hefur minnkað all ógurlega of krabbinn í hægri lærleggnum ekki sjánlegur..æxlin í brjóstinu og undir hendinni...ég á ekki orð yfir það en stórkostlega mikið minni...! ég held að við séum að tala um 60 og eitthvað %...ég veit varla hvað ég á að mér að gera...nema halda pínu uppá það...splæsti á mig einni organic rauðvín í dag og nú er skálað og á morgun held ég áfram tíföld...!!!!
Hvað gerði gæfumuninn...? það er ekki hægt að setja fingur á eitthvað eitt af minni margfaldri rútínu. En hefðbundin læknisfræði sá um að loka fyrir eina af næringar leið krabbans...estrogen hormonar, og svo hef ég séð um rest...sykur er önnur næringar leið krabbameins þannig að ég hef svo til lokað á sykur og haldið ávöxtum í algjöru lámarki, engar mjólkurvörur og ekkert kjöt en fullt af gómsætu grænmeti, baunum og mínu algjörlega uppáhalds, uppáhalds gras djús (wheatgrass juice) og svo haug af vítamínum. Svona mataræði hjálpar líkamanum við að losa sig við eiturefni svo að hann (líkaminn) hafi tækifæri til að gera það sem hann var hannaður til að gera...lækna sig sjálfur. Svo er ég líka búin að taka mig á í ræktinni og er á fullu í Yoga sem er allra meina bót. En það sem mér hefur fundist erfiðast en það skiptir ekki minna máli en áður upp talinn listi en það er blessuð sálin...ó mig auma...hvað það er erfitt að horfast í augun á sjálfri sér..og það er eilífðar verkeni..ég er í þerapíu í Philly og einn góðan veðurdag þegar ég verð hugrökk þá kem ég til með að deila með ykkur huglægum æxlum sem ég er að glíma við...engar myndatökur fyrir þá vinnu er ég hrædd um...og svo ég gleymi nú ekki að minnast á og þakka fyrir bænir út um allt og góða strauma alls sataðar að úr heiminum...takk fyrir mig
Á morgun heldur svo áfram dagskrá af kaffistólpípu og hari kristna...og svo þerapíu...Halelúja...haldið svo áfram að byðja því það svín virkar J Verum svo góð við hvort annað...elska ykkur öll SVO heitt.


I had a PET/CT scan some days ago and today I got a call from my oncologist in Philly…the result is OMG…!!! Where the cancer was occupying my spine, pooff..it is  not visible but instead there is scar tissue…!! The cancer in my femur (thigh bone) severely reduced, left one gone…the tumor in my bitty (right breast) noticeable reduced and the same goes for the lymph nodes…! I’m dancing, screaming, singing, laughing, loving and SO grateful…SO happy!!! Now I can continue tenfold…
What did the magic…I can’t say but combination of it all. The Western medicine turned off the hormones, the main feeding tube to the cancer and then I turned of the other one..limited suger, fruits, no dairy, meet and lots and lots of veggies and my favorite of it all wheatgrass juice..mmm, and enough vitamin and herbs to fill my belly twice a day. This diet will assist the body in doing what it is supposed to do…clean and heal, clean and heal. Then there is my Hot Yoga..love it! Prayers and preyeres.. And the very important and never ending soul and mind TLC. That was the one I resisted the most and I’m still fighting (myself)…I’m currently enrolled in therapy in Philly and it is not easy but essential…one day I’ll get brave and then I’ll share it with you’all. Then of cause all the prayers…thank you all.
Tomorrow I’ll continue it all but it is going to be so much easier and it is going to be SO much more joyfull…thank you all for caring and do continue to pray…love you all J

Namaste
 
Namaste

Friday, September 9, 2011

no news are good news...

Veit að það eru margir farnir að pikka í múttuna og Bósuna um fréttir af stelpunni  þannig að það hlýtur að vera kominn tími á smá blogg. Hér gengur lífið sinn vanagang ...og ég er að venjast svitakófunum sem eru af góðu komin...það er búið að skella mér á breitingarskeiðið. Sprautu í rassinn og stelpan er hætt að hafa á klæðum...Rósa frænka flutt í burtu. Estogen er helsti fæðuflokkur meinssins þannig að það er búið að skrúfa fyrir. Meðferð sem kemur til með að virka í X langan tíma, eða þar til líkaminn fattar að það er verið að plata hann. Mín einkameðferð þessi náttúrulega er meðal annars fólgin í að skúra skrúbba og bóna á meðan...Krabbamein er mega eitrun í líkamanum þannig að mín vinna er að hreinsa, hreinsa og hreinsa meira... og það geri ég með eins hreinu fæði, vítamínum og nýjasta nýtt...Hot Yoga eins og enginn sé morgundagurinn...aukaverkanir mjög ánægjulegar...stelpan er HOT..! En Róm var ekki unninn á einum degi og það sama gildir um mitt mein. Líkaminn verður sterkari með hverjum deginum og sálartetrið gefur ekkert eftir...Pollýanna er flutt inn!!! Ég veit ekki hvað er að gerast með meinið þar sem ég er ekki búin að fara í neinar myndatökur síðan í júní  og ég er ekki að flýta mér í aðra þar sem rönnkenið hefur mjög toxic aukaverkanir á líkamann..en ég get sagt ykkur það að ég er meira en bjartsýn og hef fulla trú að ekki sé það að stækka og nokkuð bjartsýn á að það sé að gefa pínu eftir ... J
Þetta mein er ekkert kvef og er mega áskorun á mig og mína og mér finnst það leggjast harðar á þá sem mig elska heldur en mig sjálfa...dagurinn hér fer ekki í það að velta sér uppúr eimslum og mér finnst ég bara rosalega heppin...veit um vini og kunningja sem eiga mun sárar um að binda heldur en ég. Hvað sem verður þá hef ég alla vega fengið tækifæri...tækifæri til að losa mig við reiði og hræðslu og vera það súper eintak sem Guð bjó til...mitt stæðsta verkefni er að höggva á hjúpana og draga fram í dagsljósið minn tilgang í þessu lífi...sé það fyrir mér eins og Lion King moment J
Veit ekki alveg hvað þið viljið vita mínir elsulegu stuðningmenn og konur og allir þar á milli ;-) og veit ekki hvað ég get frekar deilt með ykkur. Ég býð ykkur velkomin að nota þennan vetvag í að spurja mig spurninga sem að á ykkur brenna.  Höldum svo áfram að vera góð við hvort annað því við vitum ekki hvað er handan við næsta horn. Takk fyrir mig elskurnar mínar.
Namaste

I know that many of you are longing for some new info on da woman so to keep it simple for me I’ll try to blog about it. Life hear is like for so many else…routine…and I’m getting used to my menopause…which is not so bad..I’ll enjoy it more so when it gets cooler :=) One injection and no more monthlies for me. Estrogen is the main food supply for my booboo so the well had to be dried up. This treatment is going to work for x amount of time..or till the body figures out it is being manipulated. And in the mean time I have to clean, clean and clean…Cancer is severe toxification on the body and my job is to detoxify…and I do that by eating and drinking as clean and purely as I can…mega dosage of vitamins and the hottest of hot..Hot Yoga…oh yes baby and the side effects are awesome…I’m turning into a hotty…at least I fancy myself J But Rome wasn’t build in a day and the same is the fact for my booboo. The body is getting stronger every day and my spirit is right there too..Pollyanna has moved back in with me J yeesss.! I don’t know what is happening with the cancer since I haven’t had CT or MRI since June and I’m fine with that..them pictures have there own toxic load witch I don’t need…and I’m confident that things are good…no increase but decrease…J
This cancer is no flu and is a challenge for me but I feel it is hitting my nearest and dearest harder than me which is tragic. I don’t wake up thinking about cancer and mortality and I can’t but think that I’m lucky…there are people worse off than me and I have friends that I wouldn’t want to trade with…there pain is something I can’t imagine. Whatever the future will hold for me I feel I’ve been given a chance..a chance to rid myself of fear and anger and find my purpose  and live my life to the fullest like the creator wanted for me…I dream of shedding the layers and become…!
I’m not sure what else exactly I can share with you, but I welcome any questions hear if you have any. Let’s keep on being kind to each other because we don’t know what is around the next corner…Thank you all for caring and I love you.
Namaste

Monday, July 18, 2011

Functional/Intergrative

Tad litur ut fyrir ad mer hefur ljadst i fyrri bloggum ad koma tvi til skila ad eg er ad notast vid natturulegar og hefdbundnar laekningar. Tad eina sem eg er ekki aest i ad gera er ad undirgangast lyfjamedferd eda geislamedferd. Eg er i endocrine therapy/hormonamedferd sem hefur tad markmid fyrir hondum ad skrufa fyrir estrogen framleidslu i likamanum....hallo beitingarskeid.
Hefdbundnar laekningar geta ekki losad mig vid krabbann...hefdbundnar laekningar geta bara vidhaldid status quo..og tala um 2-20 ar. Og eg vill meina ef eg fer i lyfjamedferd ta se eg naer fyrri tolunni :-/ markmid natturulegrar medferdar er ad losa likamann vid eitrid og na fullkomnri heilsu :-) eg er ekki a moti hefdbundnum laekningum...mig dreymir um sameiningu. Eg bids afsokunar fyrir ad valda misskilningi og eg takka ykkur ollum fyrir ad hafa velferd mina i ykkar hjarta
Namaste

It seems like I've failed to mention that I'm receiving natural and orthodox medicine. The only thing that isn't currently on my list is to undergo chemo or radiation. I'm currently receiving endocrine therapy..that has the goal to shut down my estrogen production....hello happy menopause :-/
My orthodox doctor has told my that they can not heal me of my cancer...what they can hopefully do is to maintain status quo and talk about 2-20 years. And my heart tells me that if I undergo chemo I'll be closer to the first number. Purpose of natural approach is to rid the body of the toxins and build a healthy body, mind and soul. I'm not opposed orthodox medicine...I just think it should be used with natural medicine...that's the future :-) that's my dream :-) I'm sorry for causing confusion...and I thank you all and love you for being concern about my well being.
Namaste


- Posted using BlogPress from my iPad

Sunday, July 17, 2011

Got knocked down…but I’m crawling up again

Það eru búin að vera ansi þugbúin sporin hér á bæ og frúin ekki mikið sósjal. Ég fór og spjallaði við doxa í Philly því það getur verið ansi ruglandi að fá sumar fréttir  í síma og ég fékk tíma í hvelli...Þursabitið, (það væri nú óskandi) er sprunga í hrygglið...asskotans vesen og óþægindi...ekkert svo sem hægt að gera nema hanga á skeljunum og bæta á bænirnar. Ég hef í ljósi þessara frétta ákveðið að taka mér frí frá vinnu í óákveðinn tíma...finnst gáfulegt að einbeita mér af því að ná heilsu.
Ég er búin að vera ansi aum og ekki laust við að það gæti á léttri sjálfs ásökun...Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég næ ekki heilsu nema ég breitist...ég viðurkenni það fyllilega að ég er ekki búin að taka þennan krabba alvarlega og ég geri ráð fyrir að það sé stór ástæða fyrir frekari útbreiðslu á þessum leiða gesti. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei tekið á honum stóra mínum...ég hef farið í gegnum lífið á auto-pilot og tekið stefnuna á auðveldasta ferðamáta sem í boði hefur verið. Ég hef lítið reynt á mig og viðurkenni algjört agaleysi og sennilega leti. Ég geri mér grein fyrir því að til að sigrast á þessum krabba þá þarf ég að draga upp aga sem ég hef aldrei þekkt. Náttúrulækningar virka en stæðsti parturinn af þeim er hjartað og hugurinn og ég geng bara í hringi sem eru ekki alveg að gera sig...ég efast sjálfa mig, sem ég trúi að sé stæðsti parturinn af því að ég sé með þenna krabba skratta. Ég er aumari en ég hef nokkur tíman verið á æfi minni og brest í grát þegar fólk spyr mig hvernig mér líði...það er svo sem í lagi að gráta en boy o boy hvað ég er orðin þreytt á því og svo enda ég alltaf uppi með hausverk í kaupbæti.
Þetta er búið að vera leiðindar vol í mér...því ég er meira segja orið þreytt á mér, sem ég vona að sé fyrirboði betri tíma...þetta hlítur að fara að koma hjá mér...annars andast ég úr leiðindum á sjálfri mér áður en krabbinn nær til mín...langar ekki til að breggðast sjálfri mér á þennan hátt..og fyrir utan alla þá dásamlegu vini og fjölskyldu sem ég á og er annt um mig...ég er SVO hrærð yfir öllum þeim stuðningi sem ég hef fundið fyrir...og ég elska að lesa öll þau raf bréf sem mér hafa borist. Takk fyrir að hugsa til mín með öllum þeim góðu óskum og staumum sem frá ykkur koma þá hlítur það að fara að detta í agaleisið hjá mér og þá kemur þetta allt saman.
Namaste

It had been a hevy household hear in Cherry Hill and the lady of the house has been rather anty social to say the least. I had a meeting with the doctor in Philly and what we thought was a bulging disc (I wish) is a fracture on my spine…that explains the pain that I was having…not much I can do about it beside keep on my knees and add to the prayer list. I have since made the decision to stop working until I get some relive from this pain…it feels like a clever idea to concentrate on my well being.
I’ve been very raw emotionally and self critical. I’ve come to the conclusion that I will not get my health back unless I change..I confess that I haven’t been taking this cancer very seriously and I imagine that is also a big factor in it spreading in my body. I have it feels never challenged myself…I’ve kinda gone through life on auto-pilot and the destination has usually been the road of least resistance for me. I haven’t challenged myself and I can also talk of lack of discipline and possible laziness. I know now that if I want to triumph this cancer then I need to find the discipline I’ve never known. Natural medicine works..but not without the heart and the mind, which  is the most powerful medicine …and I got my head in the sand…I’m not sure if I got what it takes. I’m more fragile than I’ve ever been before and I break down crying when people ask me how I am…it’s ok to cry but boy o boy when it’s constant…it gets a bit old and then I also end up with headache.
I’m sorry for all that moan..even I is tired of myself…which could be a sign of better times J …I surly hope so…otherwise the boredom will get to me before the cancer has a change to…I don’t want to fail in this assignment…I don’t want to fail myself…I don’t want to fail in this life.
I’m so touched by all the support that I’m getting and I pray that all this love will help me drag out of myself the discipline that I need to live.
Namaste

Sunday, June 26, 2011

it´s a journey...

Föstudaginn eftir að ég kom heim frá Mexico fór ég til læknis míns í Philly og fékk hjá henni beinstyrkjandi sprautu sem þeir höfðu mælt með í Mexico, þar sem það eru auknar hættur á beinbrotum þar sem krabbinn lyggur í beinunum á mér...en mér fannst það nú ekki saga inn á þessa síðu þar sem mig langar nú ekkert til að vera með leiðindi en ég varð alveg rosalega veik af sprautunni...sem var nú ekki með öllu slæmt því ég fékk alveg blússandi hita í 3 daga og þar sem ég veit að hitinn drepur krabba-sellur þá gat ég nú ekki annað en verðið pínu sátt eftir á. Eftir á koma ein vika sem var bara nokkuð fín en svo byrjaði ég aftur að finna mikið til í líkamanum...og ég ekkert nema bjartsynin laggðist á koddann á kvöldin og sagði við mig að ég yrði flott eftir nætur svefn..svoleiðis hélt það áfram í meira en viku þangað til að ég hringdi í minn fjalla lækni og fékk tíma í MRI...ég var nokkuð viss um að verkirnir væru aukaverkanir frá beina sprautunni þar sem ég las mér til á síðunni þeirra og ég var með að ég held öll þau ljótu einkenni sem þeir töldu upp. Doxi var á annari meiningu og hélt að krabbinn væri kominn á skrið og væri kominn í mænu vökvan.  MRI leiddi í ljós að mer finnst að ég hafði rétt fyrir mer en einhver orð um þursabit og diska sem lágu of nálægt hvort oðrum voru látin falla...ekkert með krabbann að gera.  Þar er nú svo skrítið með mig að ég er nú ekki mikið fyrir það að bögga lækna og pannta ekki tíma fyrr en ég held að ég hafi nú eitthvað merkilegt og svo þegar ég kem til læknisins þá eru svo oft öll einkenni farin...? ótrúlegur anskoti sem það er...kannist þið við þetta? En það var bara hið besta mál enda mamma í heimsókn og veit að henni leist ekkert á blikuna þannig að það var gaman að geta sýnt henni betri hliðina á mér :-)

Á föstudaginn fór ég svo í alsherja scan PET CT og hvað þetta allt heitir og doxi hringdi í mig á föstudags kvöldið og gaf mér þau leiðu tíðindi að krabbinn hefði vaxið á sumum stöðum og væri líka að sýna sig á nýjum stöðum...ég er miður mín...!...þetta er náttúrulega steinhlass í vegi mínum en yfir vil ég...Pollyana er búin að týna fótunum í augnablikinu en langar til að lifa fyrir svo margt og fellur auðmjúk á hnén og biður Guð um styrk. Vildi óska að ég hefði betri sögu að segja. Þetta er ferðalag og ég er ekki með neinn leiðarvísir...set bara einn fótinn fyrir framan hinn og held þannig áfram og ég er sannfærð um að ég þurfi að hlusta á hjartað og ég ætla halda áfram að gera það sem ég er að gera...ég þarf bara að gera meira og húkka upp það sem ég lærði í Mexico og gera þetta með stæl.
Elska ykkur öll og takk fyrir að hafa mig í bænunum ykkar
Namaste

It was my hope that today I would be giving you all some good news…but I’m not. But let’s save that for later. I’m going to start by telling you a little about my journey since I came home from Mexico.
It was bit of a shock coming home after 3weeks of just me and after me, and looking back I see it as an emergency landing…and I haven’t flown since. Don’t get me wrong it was wonderful to come home to the family but it was hard for me to continue with the program I learned at Sanoviv. I take my pills and that is about it…and of cause my trusted enema which I believe in more that I enjoy… :-/

Friday after I came home from Mexico I had an appointment in Philly and I received there a bone strengthening injection which my peeps in Mexico had recommended since there is increase risk for me to have bone fracture since I have cancer on my bones… I didn’t want to bother you all with painful stories but I got very sick of that injection…which wasn’t all bad because I had very high heat for 3days and I know that kills cancer cells..so we are not going to cry spilled milk..but it surly wasn’t pleasant while it lasted. Then I had a very good week and then I started to feel a lot of pain again…but I being the optimistic that I am I always expected the pain to be gone by the time I woke up the day after. That continued for over a week when I finally broke down and called my doctor and got an appointment for an MRI…I was pretty sure the pain that I was experiencing was side effects from the injection that I had because when I read the info on the drug makers site I pretty much had all of the side effects. The doctor was fearful that the cancer was spreading and endangering my spinal cord, but I think the MRI proved my point. Cancer was not spreading but there were some words about two disks being to close together and possibility of a bulging one…had nothing to do with the cancer. The weird thing with me is that I hate to go to the doctors and I don’t make an appointment until I think there really is something wrong with me and then when I finally go to the doctor my symptoms are gone…? Unbelievable..does that happen to you? Not that I’m complaining about that because I was very happy about finally waking up without pain specially since my mother was over for a visit and she was getting a bit uneasy so I was happy to be able to show her my better side. J  

Last Friday I went to Philly again very optimistic to have mega scans PET/CT chest and what have you. Then Friday night my doctor called me and I was so excited because I was expecting good news. The cancer is still growing and is showing up in new places…I’m mortified…! This is a major roadblock in my journey but I want to continue I want to get to the destination..healthy and hole.! And Mrs. Optimistic is lost and feeling a bit pessimistic and fearful…so humbly I fall onto my knees and ask God for strength. I wish I had better news to share with you all. This is a journey and I have no road map…all I know to do is to place one foot in front of the other and listen to my heart and that is what I’m going to do. I got to hitch-hike the Sanoviv rout again and do more and feel more.
I love you all and thanks for keeping me in your prayers.
Namaste

Wednesday, May 18, 2011

Next chapter

Jæja góðir hálsar, ég vil byrja á því að afsaka ótíðar uppfærslur á þessu bloggi en þeir sem hafa skoðad myndirnar mínar á Facebook þá getið þið skilið að það var ansi stíf hjá mer dagskráin í Mexico og ég leið yfirleitt útaf upp úr kl.9.
En svo að ég fari nú létt yfir meðferðina mína þá byrjaði morgnarnir kl 6.30 hjá hjúkkunum í blóðþrýstings mælingu, þyngdar mælingu og surefni og ozon beint í rassinn...algeng meðferð hjá krabbameins sjúklingum...annað hvort í rass eða þ áHyperbaric Chamber  en ég er með krabba bletti á lungum þannig að það var ekki í boði fyrir mig þannig að ég fékk að njóta þess í aftur endann...Svo var það beint á barinn í sítrónuvatn sem hefur óteljandi betrun bætandi áhrif á líkaman svona fyrst í morgunsárið...þessu er svo skolað niður með hveiti grasi sem er gull fyrir blóðið, lifrina og þarmana. Þá er klukkan 7 og tími fyrir hugleiðslu og  energy medicin . Þá var það beint í morgun teygjurnar og að því loknu þá var það loksins eitthvað að borða. Ég eiddi miklum tíma hja hjúkkunum í IV og það var allkonar góðgæti sett beint í æð hjá mér ...ofurskammtar af vitamin C og B, chelated minerals, mistletoe, ukrain, alpha lipoic acid, glutathione og fullt af meira flottheitum. Svo var drukkið ohemju magn af grænum djús...(já nei takk búin að fá nóg af honum...geri minn eigin núna með fullt af engifer fyrir bragðlaukana )
Ég fór líka í hyperthermia tvisvar í viku. Svo var það kæri sáli...nokkru sinni í viku líka..úff...þar er nú aldeilis kletta klifur fram undan...ég eiddi líka fullt af tíma í quit room en þar voru maskínur eins og t.dVega test, Rife Therapy , acuscope/myopulse, Biotron, þetta er svona það helsta sem ég man.
Mitt martræði var líka sett undir smásjá og leiðrétt lítillega...ég var á ansi góðri braut og það kom fram í blóðprufum við komu mína, ótrúlegt fyrir kellu á mínum aldri með fjórðastigs krabba, og þakka ég því minni vítamín inntöku og kaffi neyslu(stólpípu). Það var ekki nóg af prótíni í kroppnum, því þarf ég að vinna á...það er líka einhvert glútein óþol í gangi sem er víst algent hja 80% af norður evrópubúum og svo vilja þeir að blóðsykurinn sé í 80...shitturinn titturinn...það þýðir að ég má ekki einu sinni gæða mér á ávextum nema í rosa litlu magni..ég var skoðuð inn í merg og svo var mér kennt hvað ég á að gera.
Hreyfingin...ekki má gleyma því...Gerry tók í rassgatið á mér enda var ég eins og vatn í plastpoka eftir að hafa lagt svona af án þess að hreyfa mig nokkurn skapaðan hlut sem er ekki í lagi...það er engin afsökun að geta ekki skellt sér í einn power göngutúr...20-30mín á dag...reyna aðeins á hjartað...súrefni, súrefni, súrefni..og láta diskó lærin dansa aðeins...og vinna sig svo aftur upp í jógað...ég kom heim kifjuð af boltum, teyjum og æfingaplani.
...Og svo var það líka smá dúllí dúll í spainu..lymphatic massage, reflexology, svo eitthvað sé nefnt...að ógleymdu infrared sauna og thalassotherapy...dásamlegt.  En í fáum orðum þá er markmið meðferðarinnar að afeitra líkaman og styrkja líkama og sál svo líkaminn geti gert það sem hann á að gera..lækna sig sjálfur...inn
Dvöl mín á Sanoviv var alveg ótrúleg og ég er sennilega heppnasta frú í heimi J Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir að gera þennan draum og mína sannfæringu að raunveruleika...Ég er náttúrulega ekki krabbalaus eftir þessar þrjár vikur en öll test sýna góð viðbrögð við þerapíunni og  Tumor Marker” lækkaði sem er alveg geggjað..en ferðalagið er ekki búið núna tekur við meiri vinna hjá mér en ég geri ráð fyrir að vera krabbalaus innan árs J já standa sig svo stelpa...ekkert annað í boði...og ég tek á móti því með ást í hjarta og þakklæti fyrir að vera ég.

Ég elska ykkur öll og höldum áfram að vera góð við hvort annað því það gefur lífinu gildi..

Namaste...Sirry sæta

Sorry my none icelandic speaking friends but I´ve run out of time but I´ll try to do the englis one tonight