Monday, October 10, 2011

Holy Moly...

‘Eg fór í PET/CT myndartöku fyrir nokkrum dögum til að athuga stöðuna á gestagangnum í kroppa loppum mínum og í dag þá fékk ég loksins símtal frá doxanum í Philly með niðurstöðurnar...Oh My God...!! Þar sem áður var krabbamein út um allt í hryggsúlunni eru ör...! Krabbinn í vinstri lærleggnum hefur minnkað all ógurlega of krabbinn í hægri lærleggnum ekki sjánlegur..æxlin í brjóstinu og undir hendinni...ég á ekki orð yfir það en stórkostlega mikið minni...! ég held að við séum að tala um 60 og eitthvað %...ég veit varla hvað ég á að mér að gera...nema halda pínu uppá það...splæsti á mig einni organic rauðvín í dag og nú er skálað og á morgun held ég áfram tíföld...!!!!
Hvað gerði gæfumuninn...? það er ekki hægt að setja fingur á eitthvað eitt af minni margfaldri rútínu. En hefðbundin læknisfræði sá um að loka fyrir eina af næringar leið krabbans...estrogen hormonar, og svo hef ég séð um rest...sykur er önnur næringar leið krabbameins þannig að ég hef svo til lokað á sykur og haldið ávöxtum í algjöru lámarki, engar mjólkurvörur og ekkert kjöt en fullt af gómsætu grænmeti, baunum og mínu algjörlega uppáhalds, uppáhalds gras djús (wheatgrass juice) og svo haug af vítamínum. Svona mataræði hjálpar líkamanum við að losa sig við eiturefni svo að hann (líkaminn) hafi tækifæri til að gera það sem hann var hannaður til að gera...lækna sig sjálfur. Svo er ég líka búin að taka mig á í ræktinni og er á fullu í Yoga sem er allra meina bót. En það sem mér hefur fundist erfiðast en það skiptir ekki minna máli en áður upp talinn listi en það er blessuð sálin...ó mig auma...hvað það er erfitt að horfast í augun á sjálfri sér..og það er eilífðar verkeni..ég er í þerapíu í Philly og einn góðan veðurdag þegar ég verð hugrökk þá kem ég til með að deila með ykkur huglægum æxlum sem ég er að glíma við...engar myndatökur fyrir þá vinnu er ég hrædd um...og svo ég gleymi nú ekki að minnast á og þakka fyrir bænir út um allt og góða strauma alls sataðar að úr heiminum...takk fyrir mig
Á morgun heldur svo áfram dagskrá af kaffistólpípu og hari kristna...og svo þerapíu...Halelúja...haldið svo áfram að byðja því það svín virkar J Verum svo góð við hvort annað...elska ykkur öll SVO heitt.


I had a PET/CT scan some days ago and today I got a call from my oncologist in Philly…the result is OMG…!!! Where the cancer was occupying my spine, pooff..it is  not visible but instead there is scar tissue…!! The cancer in my femur (thigh bone) severely reduced, left one gone…the tumor in my bitty (right breast) noticeable reduced and the same goes for the lymph nodes…! I’m dancing, screaming, singing, laughing, loving and SO grateful…SO happy!!! Now I can continue tenfold…
What did the magic…I can’t say but combination of it all. The Western medicine turned off the hormones, the main feeding tube to the cancer and then I turned of the other one..limited suger, fruits, no dairy, meet and lots and lots of veggies and my favorite of it all wheatgrass juice..mmm, and enough vitamin and herbs to fill my belly twice a day. This diet will assist the body in doing what it is supposed to do…clean and heal, clean and heal. Then there is my Hot Yoga..love it! Prayers and preyeres.. And the very important and never ending soul and mind TLC. That was the one I resisted the most and I’m still fighting (myself)…I’m currently enrolled in therapy in Philly and it is not easy but essential…one day I’ll get brave and then I’ll share it with you’all. Then of cause all the prayers…thank you all.
Tomorrow I’ll continue it all but it is going to be so much easier and it is going to be SO much more joyfull…thank you all for caring and do continue to pray…love you all J

Namaste
 
Namaste

18 comments:

 1. HETJA, HUGRÖKK HJARTARDÓTTIR!!

  Þú ert og verður íslenska hetja mín. Ég elska þig svo mikið að mig kennir...ó mig auma :-))))))))))

  Bósa sósa vanilillusósa

  ReplyDelete
 2. Elsku mágsa!!!!
  Þvílíkar fábærar fréttir, maður á bara ekki orð að lýsa gleðinni... Til hamingju elsku mágsa, ég er stoltur af þér.
  Love and happiness
  Hjalli

  ReplyDelete
 3. Elsku, elsku Sirrý mín. Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir. Þú ert að kenna okkur öllum að hugsa öðruvísi. Þú brýst alein áfram í þessum bardaga og ert búin að vísa 60% af innrásarliðinu frá ALEIN. Einbeitni, atorka, trú og vilji er allt sem þarf. Davíð/Sirry sem sigraði Goliat. Með þessu áframhaldi er ég viss um að restin af innrásarliðinu sé á hröðu undanhaldi. Elska þig litla/stóra sterka Sirrý frænka mín og njóttu sigranna! Skál Purí pænk

  ReplyDelete
 4. Elsku Sirry.

  Frábærar, gleðilegustu og bestu hugsanlegu fréttir sem hægt er að hugsa sér. Á engin orð til að lýsa aðdáun minni á þér og dugnaði þínum. Þú ert svo falleg og mikið mátt þú vera stolt elsku kraftakelling. Takk fyrir að leyfa okkur að kíkja aðeins inn og vera með. Hugurinn leitar til þín í dagsins önn, alveg satt, hvar og hvenær sem er. Risafaðmlög til þín lífsins vinkona og kossar á fallegu stúta unganna þinna.
  Hulda Guðný

  ReplyDelete
 5. Mig skortir orð til að lýsa tilfinningum mínum. Það fóru um mig svo undarlegir straumar þegar ég heyrði þig og sá í gærkvöldi.

  Það er ekkert nýtt að þú sért dugleg, það hefur þú verið alla tíð. En hvernig þú tekst á við þetta erfiða verkefni sem þér hefur færst í fang er með ólíkindum.

  Seyðfirsk seigla, æðruleysi og húmorinn úr Fljótshlíðinni og svo trúin þín sem virðist flytja fjöll. Sirrý mín, ég er með ykkur í anda og fagna með ykkur. hvort það verður rautt, hvítt eða alveg tært, þá verður eitthvað skemmtilegt gert í dag til að fagna....mammalamman þín.

  ReplyDelete
 6. Elsku Sirrý mín

  þvílíkar fréttir ...gleði og meiri gleði og endalaust þakklát fyrir þessar frábæru fréttir af þér elskan ...
  gangi þér vel og vonandi verður allt farið áður en við vitum af!!! :))))))))))
  knús og kram úr litla skerjó
  Eva & co ...

  ReplyDelete
 7. Frábært að heyra Sirrý! Það sem það er gott að fá svona góðar fréttir frá þér :)
  Kv. Ingibjörg

  ReplyDelete
 8. Frábærar fréttir Sirrý.
  Það þarf hörkutól í svona hörku vinnu! Þú stendur svo sannarlega undir nafni í vinnuseminni. Gangi þér áfram vel, við byðjum fyrir þér frá Hvolsvelli :)

  ReplyDelete
 9. jesss!
  Frábærar fréttir þú ert algjör hetja
  faðmlag og hundrað englar til þín og þinna.
  HIPP HIPP HÚRRA:)
  bkv Eva

  ReplyDelete
 10. Elska þig hjartagull <3
  Okkur dreymir um það sama - að sameina hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar, og það eru þeir sem þora að láta hefðbundnu læknana vita hvað þeir eru að gera annað, því þegar svona frábærar niðurstöður koma úr myndatökunum þá verða þeir svo gapandi hissa að einhversstaðar "dúkkar" upp hugsunin "bíddu, hvernig má þetta vera, gæti þetta haft eitthvað með að hún/hann sé líka að......?". Hef séð þetta svo oft með litla Kraftaverkið mitt - hann, þú, og vonandi endalaust margir fleiri, eru að kenna hinu hefðbundna að loka ekki á hið óhefðbundna. Þið eruð KENNARARNIR og líklega er það hlutverkið sem ykkur er ætlað - sýna og sanna að t.d. krabbamein er hægt að halda niðri eða lækna með ýmsum aðferðum, og hversu mikilvægt er að vinna heildrænt.
  Verð að deila með þér setningu frá krúttbollunni, honum Benjamín, en hann er að fara fá Stromafrumur úr legköku til að hjálpa honum að berjast við lungnasjúkdóminn sem hann greindist með í fyrra (síðbúnar afleiðingar m.a. eftir krabbameðferð), sem er með glataða "lifaAf" tölfræði. Well, hann sagði orðrétt: "Mamma, sko þegar ég fæ frumurnar manstu, þá veit ég að þær munu virka, maður verður sko að trúa því því annars kannski bara, þú veist, ef ég segi bara við líkamann - hey, þetta mun ekkert virka, þá er ég bara neikvæður og þá verða þær kannski leiðar og geta ekki gert eins mikið við lungun mín. Og veistu mamma, þær eru sko gulllitaðar!!!".
  Love and light til ykkar allra, yndislegust. Eygló

  ReplyDelete
 11. Ég er með gæsahúð og kökk elsku vinkona!
  Skilljónfallt húrra fyrir þér!
  Eins og ég og fleiri höfum sagt hér áður þá rúllar þú þessu upp ;)
  Það er án vafa að þetta mataræði er að hjálpa mjög mikið,ég held það sé sama um hvapa sjúkdóm ræðir líkaminnn getur ekki læknað sig sjálfur meðan við gefum honum ekki tækifæri til þess og úðum í okkur eitrinu.
  Elska þig endalaust mikið og er endalaust stolt af þér!
  keep up the good work ;)
  ást og kossar....
  María yesterdayson!

  ReplyDelete
 12. So pleased to hear about your good progress. You have done well! Please keep up the good work you are over the worst of it now and I bet you can't wait to hear those 5 little words from your doctor " you are DISCHARGED and well!". Make those Words your goal and see how fast time flies!!! All the best Sirry! Exx

  ReplyDelete
 13. Ég les þetta blogg oft á dag og það gleður mig meir og meir. Ég er svo stolt af þér Sirrý mín að ég finn til í hjartanu. Þú munt skrifa jólabókina í ár..... Knús í ykkar hús, mammalamma

  ReplyDelete
 14. MISS YOU SISTA :-)

  bothildur braudrass

  ReplyDelete
 15. Miss you long time.....

  ReplyDelete
 16. Mikið afskaplega er ég glöð að heyra þessar fréttir:) Þú ert snillingur! Ást og kossar til þín hugrakka kona:)
  kv Alla

  ReplyDelete
 17. Halló allir, þetta er alvöru líf vitnisburður hvernig hampi olíu lækna krabbamein,
  http://ricksimpsonoilcurescancer.blogspot.de
  takk

  ReplyDelete