Friday, September 9, 2011

no news are good news...

Veit að það eru margir farnir að pikka í múttuna og Bósuna um fréttir af stelpunni  þannig að það hlýtur að vera kominn tími á smá blogg. Hér gengur lífið sinn vanagang ...og ég er að venjast svitakófunum sem eru af góðu komin...það er búið að skella mér á breitingarskeiðið. Sprautu í rassinn og stelpan er hætt að hafa á klæðum...Rósa frænka flutt í burtu. Estogen er helsti fæðuflokkur meinssins þannig að það er búið að skrúfa fyrir. Meðferð sem kemur til með að virka í X langan tíma, eða þar til líkaminn fattar að það er verið að plata hann. Mín einkameðferð þessi náttúrulega er meðal annars fólgin í að skúra skrúbba og bóna á meðan...Krabbamein er mega eitrun í líkamanum þannig að mín vinna er að hreinsa, hreinsa og hreinsa meira... og það geri ég með eins hreinu fæði, vítamínum og nýjasta nýtt...Hot Yoga eins og enginn sé morgundagurinn...aukaverkanir mjög ánægjulegar...stelpan er HOT..! En Róm var ekki unninn á einum degi og það sama gildir um mitt mein. Líkaminn verður sterkari með hverjum deginum og sálartetrið gefur ekkert eftir...Pollýanna er flutt inn!!! Ég veit ekki hvað er að gerast með meinið þar sem ég er ekki búin að fara í neinar myndatökur síðan í júní  og ég er ekki að flýta mér í aðra þar sem rönnkenið hefur mjög toxic aukaverkanir á líkamann..en ég get sagt ykkur það að ég er meira en bjartsýn og hef fulla trú að ekki sé það að stækka og nokkuð bjartsýn á að það sé að gefa pínu eftir ... J
Þetta mein er ekkert kvef og er mega áskorun á mig og mína og mér finnst það leggjast harðar á þá sem mig elska heldur en mig sjálfa...dagurinn hér fer ekki í það að velta sér uppúr eimslum og mér finnst ég bara rosalega heppin...veit um vini og kunningja sem eiga mun sárar um að binda heldur en ég. Hvað sem verður þá hef ég alla vega fengið tækifæri...tækifæri til að losa mig við reiði og hræðslu og vera það súper eintak sem Guð bjó til...mitt stæðsta verkefni er að höggva á hjúpana og draga fram í dagsljósið minn tilgang í þessu lífi...sé það fyrir mér eins og Lion King moment J
Veit ekki alveg hvað þið viljið vita mínir elsulegu stuðningmenn og konur og allir þar á milli ;-) og veit ekki hvað ég get frekar deilt með ykkur. Ég býð ykkur velkomin að nota þennan vetvag í að spurja mig spurninga sem að á ykkur brenna.  Höldum svo áfram að vera góð við hvort annað því við vitum ekki hvað er handan við næsta horn. Takk fyrir mig elskurnar mínar.
Namaste

I know that many of you are longing for some new info on da woman so to keep it simple for me I’ll try to blog about it. Life hear is like for so many else…routine…and I’m getting used to my menopause…which is not so bad..I’ll enjoy it more so when it gets cooler :=) One injection and no more monthlies for me. Estrogen is the main food supply for my booboo so the well had to be dried up. This treatment is going to work for x amount of time..or till the body figures out it is being manipulated. And in the mean time I have to clean, clean and clean…Cancer is severe toxification on the body and my job is to detoxify…and I do that by eating and drinking as clean and purely as I can…mega dosage of vitamins and the hottest of hot..Hot Yoga…oh yes baby and the side effects are awesome…I’m turning into a hotty…at least I fancy myself J But Rome wasn’t build in a day and the same is the fact for my booboo. The body is getting stronger every day and my spirit is right there too..Pollyanna has moved back in with me J yeesss.! I don’t know what is happening with the cancer since I haven’t had CT or MRI since June and I’m fine with that..them pictures have there own toxic load witch I don’t need…and I’m confident that things are good…no increase but decrease…J
This cancer is no flu and is a challenge for me but I feel it is hitting my nearest and dearest harder than me which is tragic. I don’t wake up thinking about cancer and mortality and I can’t but think that I’m lucky…there are people worse off than me and I have friends that I wouldn’t want to trade with…there pain is something I can’t imagine. Whatever the future will hold for me I feel I’ve been given a chance..a chance to rid myself of fear and anger and find my purpose  and live my life to the fullest like the creator wanted for me…I dream of shedding the layers and become…!
I’m not sure what else exactly I can share with you, but I welcome any questions hear if you have any. Let’s keep on being kind to each other because we don’t know what is around the next corner…Thank you all for caring and I love you.
Namaste

10 comments:

  1. Takk elsku SIrrý mín.

    Þú ert svo sterk og HOT að ég get ekki annað en glaðst yfir því hversu skemmtileg og stórkostleg stóra systir þú ert.

    Elska þig og see you in the gap ;-)
    Bósan

    ReplyDelete
  2. Þú ert svo Flott (HOT). Til hamingju með breytingarskeiðið hehe. Hugsa svo oft til þín. Gangi þér vel Sirrý mín.
    Kveðja
    Helga Kristrún

    ReplyDelete
  3. Hot lady -
    Flott blogg hjá þér og sigurinn er þinn, með birtu í brjósti og gera óttan að tækifæri eins og Kirkegård sagði: Í óttanum finnast möguleikarnir! Það er bara að taka skrefið fram á við. Þú ert sjóðheit jógadama og firna flott baráttukona. knus og kram fra Purí pænk í Oslo

    ReplyDelete
  4. Gott að heyra frá þér....þú ert engri lík Sirrý!

    Kveðja

    Drífa (tvibbi)

    ReplyDelete
  5. Þú ert sönn hetja! Gangi þér vel í baráttunni.

    Bestu kveðjur, Hrund

    ReplyDelete
  6. Gott Sirrý mín, þú átt fáa þér líka, vildi að ég væri jafn æðrulaus og þú. Mér finnst þú vera að svara þeim spurningum sem ég gjarnan er spurð: Hvernig hefur Sirrý og fjölskylda það, hvernig er staðan og hvernig líður svo þér sjálfri. Þú kannt að koma orðum á blað og það er vel. Pósta þessu að sjálfssögðu á vegginn hjá mér svo fleiri geti lesið um stóru stelpuna mína

    ReplyDelete
  7. Mikið er þetta fallega skrifað, stolt af þessari einstöku frænku minni!!! Gangi þér allt í haginn! Hrefna frænka

    ReplyDelete
  8. Elsku Sirry, mamma kona, pæja. Mikid sem ég er glod ad fá fréttir af thér kæra kostakona, finnst eins og birt hafi til og rigningarskyin hafi hopad yfir Oslo. Hugsa svo mikid til thín og væri alveg til í smá skokk og djúsasog med thér, bæta vid stelpustund í annríki daglegs lífs, heimilis og heimsins sem ég veit allt snyst um. Get ekki ímyndad mér hjartahreina náttúrubarn ad thú hafir eitthvad sem tharf ad hreinsa en veit um leid ad verkin ganga undan thér og thú lætur ekki smá hreingerningu standa thér fyrir thrifum. Hlakka svo mikid til ad hitta thig og ungastódid thitt einstaka, held thú hafir frekjugenid. Thrjú born og oll med fallega svipinn thinn, stútinn, théttu augnhárin...og thykka hárid. Mínar allra bestu kvedjur og fadmlog elsku fallega samferdakona.
    Hulda Gudny

    ReplyDelete
  9. Elsku duglega vinkona mín,hvað ég er rík að eiga þig! Þvílíkur forkur sem þú ert! Þú ert sko klárlega hetjan mín og fyrirmynd í svo mörgu.
    Haltu áfram að hreinsa og hreinsa og henda skítnum út,út á haf!
    Það vitum við báðar að virkar!
    Ég hugsa til þín alla daga og sendi þér góða strauma!
    Hlakka til að hitta þig sem fyrst og þú verður kreist í klessu.... svo fáum við okkur kindapíkur að hætti mömmu þinnar,ásamt rótsterku kaffi.
    Elska þig alltaf... knús í hús ;)

    ReplyDelete
  10. ha ha... kjáninn ég....
    Kveðja María yesterdayson ;)

    ReplyDelete