Thursday, April 14, 2011

Why...?

Það er skrítið að vera greind með krabbamein...og fyrst til að byrja með þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Bara það eitt að deila þessari frétt með mínum fjalla kalli var tragidía fyrir utan sig...Gat ekki að því gert að hugsa til tengdamömmu og hennar manns, en tengdo er búin að hjúkra sínum manni í mörg ár og er hún ekki öfundsverð af því hlutverki...það fyrsta sem kom upp hjá mér var að það gæti gerst hjá mér því að ég veit hvað hefðbundnar krabbameins meðferðir geta haft í för með sér...langveik og uppá aðra komin...? Nei nei nei...ég stoppaði mig í sporunum því mér fannst vonlaust að hugsa þannig ...og fyrir utan þá leið mér alls ekki illa...hvernig var það annars ég hélt að krabba sjúklingar ættu að vera með lamað ofnæmiskerfi og algjörlega orkulausir..það var ekki þannig með mig...kva ég...eldhress J
Mitt næsta dælema var að hryggja fjölskylduna..börnin mín, hvað myndu þau skilja..elsku mamma, pabbi, Bósa fjósa, Purí, Amma-Dreki, það var mér of mikið svo að ég slökti ljósið og flautaði lagstúf...svo varð ég hundleið á myrkrinu og fór að skoða sálina og hugan þannig að ég gæti ákveðið hvernig ég ætlaði að taka á móti þessum óboðna gesti.
Elsku vinirnir mínir, það er mín trú að krabbamein sé sjúkdómur líkama, hugar og sálar og að það sé ástæða fyrir því að ég sé með þetta mein. Ég trú því að mér hafi verið gefið tækifæri til að læra og vaxa sem manneskju...Austulenskar bækur segja krabbamein er orka (chi),  hvorki góð né slæm en of mikil orka og ójafnvægi á orkuflæði...ég ætla mér að losa um þessa orkubolta og koma á jafnvægi og halda áfram að njóta lífsins.

Þið dásamlega, yndislega mannfólk sem ég er svo heppin að hafa kynnst á mínum 40 árum...ég er orðlaus og SVO þakklát...þið hafið aldeilis snert mína strengi og þá sérstaklega tvo af þeim...annan kalla ég ást og hinn kalla ég grát streng...þessir tveir eru búnir að leika fyrir mig heilu sinfoníurnar þessa síðustu viku... Er nokkuð viss um að ég sé lukkulegasta stúlku-kind í heimi..Takk fyrir að gera mér kleift að komast í þá meðferð sem ég veit að virkar...
                                                 Ég elska ykkur

It is strange being diagnosed with cancer..and to begin with I wasn’t sure how to behave. The thought of telling my husband was very stressful for me. Couldn’t help but to think of my mother in-law and her situation, but she has been caring for her husband for many years and that has taken its toll…so that was what I thought of…it could happen to me that traditional cancer treatment would leave me sick or disabled and dependent on my husband…No I couldn’t think like that…! Also I wasn’t feeling ill…I thought people with cancer should have run down immune system and with no energy..that wasn’t my reality…me? I thought I was feeling great J  My next dilemma was to burden the rest of my family with these bad news..my children, what were they going to understand about my dis-ease…my mom, dad, Sissy, granny..in-laws…It was overwhelming for me so I just turned off the light and stared whistling…then I got tired of that so I looked  inside…examined my mind so I could make up my mind,  I had to make up my mind how I should handle this unwelcome guest.
My dear friends, it is my believe the cancer is a DIS-EASE of the body, mind and soul and that there is a reason I’ve been picked to deal with it. I believe it is one of the ways to learn and grow in Earth school. Eastern books talk about cancer being energy (chi)…it’s not bad or good energy it’s just too much energy and unbalance and blocked energy…I intend to release this energy out of  my body and continue enjoying life.
You wonderful, beautiful people that I’m so blessed to have met and gotten to know in my few forty years..you leave me speechless with your love and kindness…I thank you for making it possible for me to get the treatment I know is the right one for me… I love you

11 comments:

 1. Ég elska þig systir!

  I love you sister!

  Jag älsker dig syrran!

  ReplyDelete
 2. Frábært viðhorf hjá þér elsku Sirrý, þetta er rétta leiðin. Gangi þér sem allra best og takk fyrir að deila lífinu þínu og vegferðinni með okkur hinum.

  kveðja
  Berglind Elva Tryggvadóttir

  ReplyDelete
 3. Sirrý mín og synfónían sorg og gleði til lukku með þessa frábæru strengi sem heita tilfinningar og er hluti af því að vera manneskja. Nú er tíminn að stilla allt meistaraverkið líkama, huga og sál og flauta hvern lagstúfinn á eftir hvor öðrum. PP er risastolt af frænku sinni að þora og þú ert frábær!
  Elska ÞIG!

  ReplyDelete
 4. Takk fyrir að vera Þú elsku Sirrý!
  Forrétindi að vera frænka þin.
  Þú ert BARA frábær!

  ReplyDelete
 5. Þú ert yndisleg elsku Sirrý mín og ég veit að þú tekur þetta prógram með trompi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér á Kompaníinu árið 1992 og ég er svo lánsöm að ég og mín yndislega fjölskylda erum að koma til þín og þinnar yndislegu fjölskyldu í lok júlí. Njóttu þess að gleðjast og gráta elsku Sirrý mín, það er partur af prógramminu.

  Ofurknús til ykkar allra :-)
  kv. Kristbjörg

  ReplyDelete
 6. Eslku astar sirry min,
  er buin ad hugsa svo mikid til tin og eg veit ad tetta er eitthva sem ter hefur verid geFid til tess ad verda enn betri manneskja og til tess ad geta kennt okkur ollum hinum hvad tad er haegt ad gera og komast i gegnum ef madur bara vill og tad sem tu sagdir med austurlensku trunna sem segir ad tetta se "ORKA" af hverju ekki.....og tad sem tu ert ad gera er tad ad tu ert ad nota tetta sem jakvaeda orku.
  Er oendanlega stolt af ter elsku Sirry...vildi ad eg gaeti knusad tig og gefid ter mina orku lika...en eg sendi ter hana stanslaust.
  Ti voglio un bene dell'anima.(I love you from the bottom of my heart)

  ReplyDelete
 7. Va eg bara gret herna! Elska thig og eg er svo stolt af ther. Allt sem thu talar um meikar svo mikinn sens. Eg trui thvi einmitt lika ad nu se bara buid ad gefa ther taekifaeri ad byrja upp a nytt og sja um lika thinn a annan og betri hatt. Sendi ther ast og ljos og styrk og kakvaeda strauma beint fra hjartanu! Sjaumst i Amerikunni fallega kona! <3

  ReplyDelete
 8. Elsku Sirrý mín, Þegar þið systurnar voru að alast upp, þá skammaði ég pabba ykkur oft fyrir að vera sífellt að hrósa ykkur og monta sig af ykkur. Mér var sagt að of mikið hrós gerðu börn montin og oft óþolandi. Í dag er ég þakklát pabba ykkar fyrir að hafa gert það sem ég var ófær um. Í dag hef ég náð þeim þroska að geta viðurkennt að mér finnst þið í alla staði frábærar, þið eruð stolt mitt og gleði og ég elska allan þann tíma sem ég hef átt með ykkur bæði fyrr og nú.
  En auðvitað get ég ekki dottið út úr karakter rétt sisvona. Það verður líka að viðurkennast að Þið hafið oft á tíðum reynt á þolrifin í þeirri gömlu ekki síður en ég á ykkar.

  Hvernig þú elsku dóttir mín ert að takast á við þitt hlutskipti, af æðruleysi, bjartsýni og jafnvel húmor er til eftirbreytni og ég vona að allir í kring um þig geti fetað í þín spor.
  Ég bið bænarinnar sem ég kenndi ykkur í æsku: “Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið.....“ Vona að ljósið skíni skært og komi með birtu og yl inn á fallega heimilið ykkar í Cherry Hill.
  Hlakka til að heyra meira og svo er ég komin eftir ph

  ReplyDelete
 9. Elsku frænka
  Sendi þér allan minn kærleik , fullt af faðmlögum og herskara af englum til að aðstoða þig í þessari baráttu gleymdi næstum einu aðalatriðinu- hlátrinum .....það er svo gott :)
  Ástarkveðjur úr Mosó
  Hilda

  ReplyDelete
 10. Elsku Sirrý mín
  Sennilega eru þetta erfiðustu spurningarnar sem hægt er að glíma við - af hverju og hvað geri ég þá. En eins og pabbi myndi segja er fyrri spurnigin ofan við það sem við getum spáð í og því þýðir ekkert að eyða miklum tíma í það. Hvað varðar þá síðari myndi hann segja að besti kosturinn væri líta opnum en björtum augum á það sem við er glímt og breyta því sem hægt er að breyta.
  Hjartans kveðjur
  Martha

  ReplyDelete