Wednesday, May 18, 2011

Next chapter

Jæja góðir hálsar, ég vil byrja á því að afsaka ótíðar uppfærslur á þessu bloggi en þeir sem hafa skoðad myndirnar mínar á Facebook þá getið þið skilið að það var ansi stíf hjá mer dagskráin í Mexico og ég leið yfirleitt útaf upp úr kl.9.
En svo að ég fari nú létt yfir meðferðina mína þá byrjaði morgnarnir kl 6.30 hjá hjúkkunum í blóðþrýstings mælingu, þyngdar mælingu og surefni og ozon beint í rassinn...algeng meðferð hjá krabbameins sjúklingum...annað hvort í rass eða þ áHyperbaric Chamber  en ég er með krabba bletti á lungum þannig að það var ekki í boði fyrir mig þannig að ég fékk að njóta þess í aftur endann...Svo var það beint á barinn í sítrónuvatn sem hefur óteljandi betrun bætandi áhrif á líkaman svona fyrst í morgunsárið...þessu er svo skolað niður með hveiti grasi sem er gull fyrir blóðið, lifrina og þarmana. Þá er klukkan 7 og tími fyrir hugleiðslu og  energy medicin . Þá var það beint í morgun teygjurnar og að því loknu þá var það loksins eitthvað að borða. Ég eiddi miklum tíma hja hjúkkunum í IV og það var allkonar góðgæti sett beint í æð hjá mér ...ofurskammtar af vitamin C og B, chelated minerals, mistletoe, ukrain, alpha lipoic acid, glutathione og fullt af meira flottheitum. Svo var drukkið ohemju magn af grænum djús...(já nei takk búin að fá nóg af honum...geri minn eigin núna með fullt af engifer fyrir bragðlaukana )
Ég fór líka í hyperthermia tvisvar í viku. Svo var það kæri sáli...nokkru sinni í viku líka..úff...þar er nú aldeilis kletta klifur fram undan...ég eiddi líka fullt af tíma í quit room en þar voru maskínur eins og t.dVega test, Rife Therapy , acuscope/myopulse, Biotron, þetta er svona það helsta sem ég man.
Mitt martræði var líka sett undir smásjá og leiðrétt lítillega...ég var á ansi góðri braut og það kom fram í blóðprufum við komu mína, ótrúlegt fyrir kellu á mínum aldri með fjórðastigs krabba, og þakka ég því minni vítamín inntöku og kaffi neyslu(stólpípu). Það var ekki nóg af prótíni í kroppnum, því þarf ég að vinna á...það er líka einhvert glútein óþol í gangi sem er víst algent hja 80% af norður evrópubúum og svo vilja þeir að blóðsykurinn sé í 80...shitturinn titturinn...það þýðir að ég má ekki einu sinni gæða mér á ávextum nema í rosa litlu magni..ég var skoðuð inn í merg og svo var mér kennt hvað ég á að gera.
Hreyfingin...ekki má gleyma því...Gerry tók í rassgatið á mér enda var ég eins og vatn í plastpoka eftir að hafa lagt svona af án þess að hreyfa mig nokkurn skapaðan hlut sem er ekki í lagi...það er engin afsökun að geta ekki skellt sér í einn power göngutúr...20-30mín á dag...reyna aðeins á hjartað...súrefni, súrefni, súrefni..og láta diskó lærin dansa aðeins...og vinna sig svo aftur upp í jógað...ég kom heim kifjuð af boltum, teyjum og æfingaplani.
...Og svo var það líka smá dúllí dúll í spainu..lymphatic massage, reflexology, svo eitthvað sé nefnt...að ógleymdu infrared sauna og thalassotherapy...dásamlegt.  En í fáum orðum þá er markmið meðferðarinnar að afeitra líkaman og styrkja líkama og sál svo líkaminn geti gert það sem hann á að gera..lækna sig sjálfur...inn
Dvöl mín á Sanoviv var alveg ótrúleg og ég er sennilega heppnasta frú í heimi J Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir að gera þennan draum og mína sannfæringu að raunveruleika...Ég er náttúrulega ekki krabbalaus eftir þessar þrjár vikur en öll test sýna góð viðbrögð við þerapíunni og  Tumor Marker” lækkaði sem er alveg geggjað..en ferðalagið er ekki búið núna tekur við meiri vinna hjá mér en ég geri ráð fyrir að vera krabbalaus innan árs J já standa sig svo stelpa...ekkert annað í boði...og ég tek á móti því með ást í hjarta og þakklæti fyrir að vera ég.

Ég elska ykkur öll og höldum áfram að vera góð við hvort annað því það gefur lífinu gildi..

Namaste...Sirry sæta

Sorry my none icelandic speaking friends but I´ve run out of time but I´ll try to do the englis one tonight

16 comments:

  1. Gaman að heyra að allt gengur vel, gangi þér vel í framhaldinu
    Kveðja Sara (Ciró)

    ReplyDelete
  2. Elsku stelpan, gaman að þú skulir vera komin heim til kalls og krakkalakka, endurnærð og tilbúin í áframahald í Guðsótta og góðum siðum. Enda ertu engin venjuleg gella. Frábær og flott.
    Mér sýnist Þurý einnig hafa haft gott af dvölinni í Mexíkó, allavega lítur hún út fyrir að vera ekki degi eldri en fjörutíuogtveggja. Endalaus ást frá okkur í Breiðagerðinu.

    ReplyDelete
  3. Gangi ter vel elsku rofu kroppurinn minn og haltu afram, tetta gengur allt upp og tu ert a frabaerri leid....hugsa rosalega mikid til tin og er oendanlega stolt af ter, vonast til ad heyra i ter fljott a skypinu.
    Med diskolaeri eda ekki ta ertu adal skutlan i baenum...elska tig sirry min og mundu ad tu att svakalega storan part i hjarta minu.
    Arnaldo sendir ter mega koss beint a munninn og Tomas var voda ahyggjufullur ad tu vaerir a spitala.
    Bless astin min

    ReplyDelete
  4. Frábært að heyra og ekki spurning að þú ert ótrúlega dugleg gangi þér vel í framhaldinu kveðja frá Seyðisfirði Magga Vera og co.

    ReplyDelete
  5. Gott að heyra að ferðin hafi uppbyggjandi! Á uppleið duglegust! Heart you alltaf! Kær kveðja frá Frakklandi!

    ReplyDelete
  6. Velkomin heim elsku Sirrý mín. Frábært að heyra hvað allt er á réttri leið hjá þér eftir dvölina í Paradís.Hlakka til að heyra í þér á Skypinu fljótlega. 1000 kossar til þín og þinna yfir hafið bláa. Love Kristbjörg

    ReplyDelete
  7. Elsku Sirrý

    Velkominn heim, gott að fá að fylgjast með þér elsku frænka. Já og ég efast ekki um það eitt andartak að þú stendur uppi sem siguvegari eftir árið.Ef einhver getur þetta þá ert það þú stelpa:-)
    Baráttukveðjur og extra knús
    Ásdís frænka
    Guð blessi þig og styrki*

    ReplyDelete
  8. Gaman að lesa pistilinn þinn og hvetjandi fyrir alla að huga að heilbrigðu líferni. Krafturinn og hugarfarið kemur þér áfram ;)
    kv.Elva ( vinkona mömmu þinnar)

    ReplyDelete
  9. Kæra vinkona, þakka þér fyrir að fá að fylgjast með þessarri lífsreynslu sem þú ert að ganga í gegnum. Ég dáist af þínum styrk og jákvæðni. Með þennan baráttuvilja eru allir vegir færir.

    Knús og kram,

    Vigdís

    ReplyDelete
  10. Ást til þín elsku Sirrý. Það er stórkostlegt að fylgjast með þér á þinni braut.

    Áfram Sirrý!

    Kveðja Þórunn le Sage

    ReplyDelete
  11. Frábært að heyra að ferðin var svona góð og risa takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þú ert náttúlega bara snilli. Með bros í hjarta eru þér allir vegir færir. Risa Risa knús

    Kær kveðja Magni

    ReplyDelete
  12. ég verð nú bara að segja elsku Sirrý að mér hefur alltaf fundist þú kraftmikil, brosmild og skemmtileg týpa og nú dáist ég að þér í hvívetna, gott að fá að fylgjast með íslenska víkingnum ;O) 2 thumbs up!! kær kveðja Bryndís Valdimars

    ReplyDelete
  13. Á ekki að fara að snara þessu yfir á engilsaxnesku? Gott að heyra í þér áðan, þú lítur stórkostlega út, allavega á Skypinu

    ReplyDelete
  14. Elsku vinkona
    Frábært að heyra fréttir af þér og velkomin heim :) Þú ert flottust og ert að massa þetta, vá hvað ég er stolt af þér!
    Knús og kossar frá Íslandi, hugsa til þín á hverjum degi sæta
    luv
    RS

    ReplyDelete
  15. Hlýjar hugsanir héðan úr vorgarranum elsku Sirrý. Áfram veginn! :-)
    Knús
    Sigrún frænka

    ReplyDelete
  16. Hugsa alltaf til þín,sendi þér góða strauma oo
    ljós í massavís

    koss Eva

    ReplyDelete