Sunday, July 17, 2011

Got knocked down…but I’m crawling up again

Það eru búin að vera ansi þugbúin sporin hér á bæ og frúin ekki mikið sósjal. Ég fór og spjallaði við doxa í Philly því það getur verið ansi ruglandi að fá sumar fréttir  í síma og ég fékk tíma í hvelli...Þursabitið, (það væri nú óskandi) er sprunga í hrygglið...asskotans vesen og óþægindi...ekkert svo sem hægt að gera nema hanga á skeljunum og bæta á bænirnar. Ég hef í ljósi þessara frétta ákveðið að taka mér frí frá vinnu í óákveðinn tíma...finnst gáfulegt að einbeita mér af því að ná heilsu.
Ég er búin að vera ansi aum og ekki laust við að það gæti á léttri sjálfs ásökun...Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég næ ekki heilsu nema ég breitist...ég viðurkenni það fyllilega að ég er ekki búin að taka þennan krabba alvarlega og ég geri ráð fyrir að það sé stór ástæða fyrir frekari útbreiðslu á þessum leiða gesti. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei tekið á honum stóra mínum...ég hef farið í gegnum lífið á auto-pilot og tekið stefnuna á auðveldasta ferðamáta sem í boði hefur verið. Ég hef lítið reynt á mig og viðurkenni algjört agaleysi og sennilega leti. Ég geri mér grein fyrir því að til að sigrast á þessum krabba þá þarf ég að draga upp aga sem ég hef aldrei þekkt. Náttúrulækningar virka en stæðsti parturinn af þeim er hjartað og hugurinn og ég geng bara í hringi sem eru ekki alveg að gera sig...ég efast sjálfa mig, sem ég trúi að sé stæðsti parturinn af því að ég sé með þenna krabba skratta. Ég er aumari en ég hef nokkur tíman verið á æfi minni og brest í grát þegar fólk spyr mig hvernig mér líði...það er svo sem í lagi að gráta en boy o boy hvað ég er orðin þreytt á því og svo enda ég alltaf uppi með hausverk í kaupbæti.
Þetta er búið að vera leiðindar vol í mér...því ég er meira segja orið þreytt á mér, sem ég vona að sé fyrirboði betri tíma...þetta hlítur að fara að koma hjá mér...annars andast ég úr leiðindum á sjálfri mér áður en krabbinn nær til mín...langar ekki til að breggðast sjálfri mér á þennan hátt..og fyrir utan alla þá dásamlegu vini og fjölskyldu sem ég á og er annt um mig...ég er SVO hrærð yfir öllum þeim stuðningi sem ég hef fundið fyrir...og ég elska að lesa öll þau raf bréf sem mér hafa borist. Takk fyrir að hugsa til mín með öllum þeim góðu óskum og staumum sem frá ykkur koma þá hlítur það að fara að detta í agaleisið hjá mér og þá kemur þetta allt saman.
Namaste

It had been a hevy household hear in Cherry Hill and the lady of the house has been rather anty social to say the least. I had a meeting with the doctor in Philly and what we thought was a bulging disc (I wish) is a fracture on my spine…that explains the pain that I was having…not much I can do about it beside keep on my knees and add to the prayer list. I have since made the decision to stop working until I get some relive from this pain…it feels like a clever idea to concentrate on my well being.
I’ve been very raw emotionally and self critical. I’ve come to the conclusion that I will not get my health back unless I change..I confess that I haven’t been taking this cancer very seriously and I imagine that is also a big factor in it spreading in my body. I have it feels never challenged myself…I’ve kinda gone through life on auto-pilot and the destination has usually been the road of least resistance for me. I haven’t challenged myself and I can also talk of lack of discipline and possible laziness. I know now that if I want to triumph this cancer then I need to find the discipline I’ve never known. Natural medicine works..but not without the heart and the mind, which  is the most powerful medicine …and I got my head in the sand…I’m not sure if I got what it takes. I’m more fragile than I’ve ever been before and I break down crying when people ask me how I am…it’s ok to cry but boy o boy when it’s constant…it gets a bit old and then I also end up with headache.
I’m sorry for all that moan..even I is tired of myself…which could be a sign of better times J …I surly hope so…otherwise the boredom will get to me before the cancer has a change to…I don’t want to fail in this assignment…I don’t want to fail myself…I don’t want to fail in this life.
I’m so touched by all the support that I’m getting and I pray that all this love will help me drag out of myself the discipline that I need to live.
Namaste

6 comments:

  1. Elsku Sirrý! Sem betur fer höfum við fæst lent í lífsreynslu eins og þú ert að ganga í gegnum, og hver veit hvaða leið er sú rétta? Þú valdir þá leið sem þú taldir á þeim tíma vera þá réttu en það er ekki of seint að breyta og prófa aðrar leiðir. Mér finnst þú vera algjör hetja og hef fulla trú á að þú munir vinna að lokum. Baráttukveðja,Erna María

    ReplyDelete
  2. Að bresta í grát undir þessum kringumstæðum er bara eðlilegt, sérstaklega þegar manni er málið skylt og vanmátturinn algjör. Sirrý mín, ég kannast ekki við að þú farir alltaf auðveldu leiðina. Þú ert ein sú ósérhlífnasta sem ég þekki og ert vön að vera áberandi dugleg hvar sem þú kemur og hvert sem þú ferð. Þú vilt alltaf hvers manns vanda leysa og vinir þínir hæla þér á hvert reipi og hafa alltaf gert.
    Að greinast með þennan illvíga sjúkdóm er þunbær reynsla sem er erfið öllum, ekki síst þeim sem eiga ung börn.
    Mér finnst þú hafa verið ótrúlega dugleg, æðrulaus og bjartsýn. Ég reyni hvað ég get, að fylgja þér eftir , tala við þann sem öllu ræður og bæði biðja hann og stundum skipa að gera þig krabbalausa. Ég held að hann muni bænheyra okkur og að líflínan þín verði löng, þótt aðeins sé smá brot í henni núna eins og þú sagðir mér þegar ég var hjá þér.
    Takk fyrir að lána okkur Freyju, hún er búin að vera mikill gleðigjafi og kannski lærir maður enn betur að njóta augnabliksins, þegar maður upplifir hremmingar af hvers konar tagi.
    Ég hlakka til að knúsa ykkur systurnar og þangað til!
    Namaste

    ReplyDelete
  3. Elsku Sirry min. hugsa stöðuglega til þín og þu ert ávallt í bænum mínum elsku frænka. Þú getur þetta vel.ef það þarf aga þá er bara að draga hann fram. Eins og svo oft hefur komið fram hér þá ert þu hörkukvendi sem hefur bein í nefinu, og gerir bara nákvæmlega sem þarf.
    Knùs a þig. Kveðja Skotta

    ReplyDelete
  4. Duglega kona! Ert i huga mér alla daga, allar góðar vættir vaki yfir þér elsku Sirrý mín. knúsknús
    Sigrún frænka

    ReplyDelete
  5. Sæl Sirrý.
    Ég þekki þig ekki persónulega, en við eigum sameiginlega vinkonu sem sagði mér frá þér, og ég hef lesið bloggið þitt reglulega.
    Mig langaði bara að segja þér að mér finnst þú vera rosalega dugleg. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu þungbært það er að fá slíkar fréttir og vol og skæl er eðlilegasti hlutur í heimi undir þessum kringumstæðum!! Leyfðu þér að skæla og væla, það mun enginn verða þreyttur á því.
    Mundu líka, að agi/agaleysi hefur oft ekkert með það að gera hvernig heilsa fólks er og þú skalt ekki ásaka þig um að hafa "leyft" krabbanum að taka sig upp og breiðast út í líkama þínum. Einbeittu þér að núinu og hafðu hugfast að það er aldrei of seint að breyta um lífsstíl og hugsunarhátt.
    Sendi þér baráttukveðjur allar mínar hlýju hugsanir. Mun halda áfram að fylgjast með þér :)
    Kveðja
    Þorgerður

    ReplyDelete
  6. Sæl Sirrý, ég rakst á bloggið þitt og það vakti áhuga minn þar sem ég er sjálf nýsloppin við krabbaótuktina og já, meira segja í annað sinn sem ég yfirvinn stórt krabbamein, hitt var fyrir ellefu árum. Ég þekki grátinn, ég grét heilu dagana, ein hjúkrunarkonan sagði að það væri svo mikill eldur/reiði í mér og þá kæmi gráturinn til að slökkva eldinn. Ég er hætt að gráta núna en ég verð líklega aldrei söm eftir þessa lífsreynslu.

    Þegar allt var erfiðast þá tók ég einn dag í einu, ég lifði í núinu og hlustaði á fyrirlestra með Eckhard Tolle og svo hugleiddi ég á hverjum degi, oft á dag, og ég geri það ennþá. Svo talaði ég við Heilagan Anda og allt þetta gerði mér gott og gerir mér ennþá gott.

    Gangi þér vel með það sem er framundan, mundu að það var aldrei nein byrjun og það verður enginn endir, allt sem við eigum er núið, haltu fast í það. Knús, Matthildur

    http://tilfinningatorg.wordpress.com/

    ReplyDelete