Thursday, April 28, 2011

busy bee

Jæja góðir hálsar það er aldeilis sem er búið að vera program hjá okkur. Dagurinn hér hjá okkur byrjar klukkan 6.15 og svo er stíf dagskrá til klukkan 8 á kvöldin. Fyrstu 3 dagarnir fóru í greiningu...ekki að það sé ekki vitað mál að ég sé með brjósta krabba en þegar ég tala um greiningu þá er ég að tala um af hverju og hvernig. ..og það er enginn blóðsella eða heila fruma skilin eftir óskoðuð.
Spéhræðslan var brotin niður með fyrsta sýninu ... alltaf jafn gaman að taka piss og saursýni og svo þurfti ég að hálf fylla glas af hráka , hélt fyrir mér vöku fyrstu nóttina mína í Mexico, ... og svo var það blóð sýni...góðu fréttirnar eru þær að þetta var allt saman í topp klassa en smásjá sýndi fram á óeðlilega hegðun hjá rauðu blóðsellunum..virðist vera einhver klíkuskapur se í gangi sem varnar súrefnis upptöku...en því er hægt að redda. Svo er búið að taka mynd af augnsteininum í mér og ég býð eftir niðurstöðum úr því. Svo er það tannlæknirinn..bein og tennur í ágætasta standi en martröð fyrri ára fylgir mér því að í mér eru 5 mercury fyllingar það er náttúrulega hið versta mál sem þarf leiðréttingar strax í gær.  Og þá er það sálfræði deildin...það er að sjálfsögðu ævilangt verkefni...en í sambandi við krabbameinið þá er ég í athyglisverði og mjög átakanlegri meðferð. Á milli allra þessara tíma þá fáum við rosalega góðan og næringar mikinn mat sem ég get nú ekki fengið nóg af...hrikalega góður. Við erum líka með aðgang að læknandi laugum og gufu sem er dásamlegt en þarf að enda í köldu baði sem er ekki eins dásamlegt en ég ætla mér að vera farin að njóta þess áður en tími minn hér er upprunninn.
Ef þú reykir þá áttu það á hættu að fá lungnakrabba...en hvað er það sem veldur brjóstakrabba...það eru margar tillögur í boði...það eitt að vera kona er stærsta hættan, svo er það ættgengnin...þar vill ég meina að það sé ekki bara DNA arðleið heldur líka andleg/sálfræðileg, mjólkurvörur, kjötvörur, áfengi, eiturefni...listinn er ótæmandi.
´I mínu tilviki er það röð atvika sem byrjar sennilega með sálrænu harðlífi, svo hjálpa nú ekki efnablöndurnar í starfi mínu en það sem setti punktinn yfir i-ið er misnotkun mín á plast flöskum á árunum 2002-2006. Þegar ég var ólétt af seinni börnunum mínum þá fékk ég æði fyrir því að setja vatns plastflöskur inn í frystir og hálf frysta þær, svo fyllti ég á þær og henti þeim aftur inn í frysti...neyslan var sennilega 3-6 flöskur á dag og svo var ég iðulega með vatnsflöskur í bílnum. Skaðinn liggur í því að þegar um miklar hitabreytingar verður á plastinu hvort sem er heitt eða kalt þá lekur BPA í vatnið sem hefur áhrif á esrogen í líkamanum, með skelfilegum afleiðingum.  Ekki er allt skál í boðinu segi ég nú bara... En batnandi fólki er best að lifa...út með harðlífið og plastið. Hef þetta ekki lengra í bili...næst deili ég með ykkur meðferðinni....
Namaste

Hola good people have I been in a program and a half. The day starts at 6.15 and there is strict schedule till 8 in the evening. The first 3 days where all about diagnose…not that they didn´t know what my problem was but when I say diagnose I meen they didn´t leave any stone unturned…how, why, what..not a cell left unseen.
Just to get people comfortable early on there is nothing that breaks the ice better than pee, poo and spit sample…it kept me awake my first night in Mexio…because I was so fearful of performance failure …then I had to half fill a cup of spit and then less scary give up some of my good blood which has shown to be first class…except for a little attachment in my red blood cells…but that can easily be fixed. Then I´ve had my eye pictured for analyzing. Then it´s the dentist because teeth are also organ..teeth and bone in good condition but terror of some old amalgam/mercury fillings that need to be out of my mouth yesterday. Then it´s the psychology department…but that I expect is going to be a livelong project…but in connection with the cancer I´ve stated very interesting and painful treatment. In between  all those appointments we are fed wonderful orgnic and nutritious food witch I can´t get enough of…yummmmy. We also have axcess to healing pools and infrared sauna that I love witch has to be followed up with dip in the cold tub which I don´t love so much but am determent to love before I leave this paradise.
If you smoke you´ll increase your risk of lung cancer...but what causes breast cancer ? There are many options to pick from and the number one risk is to be born female..then it´s genetics…in that options I want to add that I think there is more than the DNA because I believe there is also ghost memory, dairy, meet, alcohol, chemicals and the list is endless…
In my case I believe it is combination of few things..which starts with psychological constipation, then there is the chemical burden of my profession but what broke the camels back is my abuse of plastic bottles in the years of 2002-2006. When I was pregnant with my two youngest ones I had severe craving of ice water and I would put small water bottles in my freezer and half freeze them…consume, refill and consume…I  would be going through 3-6 bottles a day and then there would be a sun struck bottles in my car that I would also be consuming. The damage is in the BPA which is and estrogen like compound and totally messes up your body. Not a very pleasant thought but hey that’s life…I’m on my road to recovery so I say: No more constipation or plastic. That will be all for now…next I’ll go into the treatments…
Namaste

12 comments:

  1. Takk fyrir þetta Sirrý mín, þú hefur lag á að setja þetta verkefni þitt í skemmtilegan búning og þar er vel. En mömmuhjartað er ekki það þolinmóðasta í heimi. Stundum líður mér eins og þú sért á hlaupum á miðri hraðbraut og ég nái ekki til þín.
    En svo man ég það að ég er orðin hægfara en þú í fullu fjöri og hefur alltaf kunnað fótum þínum forráð allavega oftast.

    Þú ert gjörsamlega frábær og ég hlakka svo til að hitta þig að ég get varla beðið, langar helst að láta halda mér sofandi þar til í júní.

    Auðvitað smá ýkjur eins og mín er von og vísa, samgleðst ykkur Þurý alveg innilega að fá að vera saman og upplifa ævintýri sem ég er viss um að endar vel.

    Á Guðs vegum,

    þín mamma

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir fréttirnar Sirrý mín, það er frábært að fá að fylgjast með þér og meðferðinni hjá þér, og ekki skaðar að skriftar stíllinn er skondin og skemmtilegur.

    Gangi ykkur stöllunum sem best á þessu ferðalagi.

    Ég þakka fyrir að fá að fylgjast með.
    svala

    ReplyDelete
  3. Elsku hetjan mín takk fyrir að deila þessari lífsreynslu með okkur

    Þú átt eftir að taka þessa meðferð með trompi og standa uppi sem sigurvegari :-)Ég bíð spennt eftir næstu færslu.

    Ég sendi ykkur Þurý orkuknús yfir hafið bláa, megi dvölin í Mexícó færa þér birtu og yl í kroppinn þinn elsku Sirrý.

    Love Kristbjörg

    ReplyDelete
  4. Can't wait for the next installment of your road to recovery. Stay positive my darling -- I just know this is all going to work out for you and you will soon be back to good health. Love from Jill and Steve.

    ReplyDelete
  5. væri svo til í að vera memm í Mexico með þér elsku hjartað mitt!! hlakka svoooooooooooooo til að hitta þig þegar þú kemur heim! love you long time sis!

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgast með þessari hraðahindrun þinni í lífinu, sem ég veit að þú átt eftir að komast mjúklega yfir. Björtu hliðarnar eru þær að sjálfskoðun sem fylgir svona áfalli, gerir manni gott og verður maður bara sterkari einstalkingur fyrir vikið. knús úr frostinu og snjónum á 1. mai.
    Knús, Karen og strákarnir

    ReplyDelete
  7. Knús og kossar til þín duglega frænka mín
    kveðja
    Hilda

    ReplyDelete
  8. Snillingur Sirrý mín.
    Fylgist vel með mér og sendi þér allt gott í huganum.
    Knús Fríða

    ReplyDelete
  9. wow, very interesting! I miss you and look forward to hearing all about the awesomeness! =)
    Nicole

    ReplyDelete
  10. ég er líka að bíða eftir fréttum...svo laaaaaangt síðan síðast darling....

    ReplyDelete
  11. Hæ kæra vinkona
    Dásamlegt að heyra frá þér, hef hugsað svo ótrúlega mikið til þín. Haltu áfram þessari jákvæðni, gleði og kærleika. Og elskaðu sjálfan þig elsku vinkona, eins og við elskum þig! Hlakka til að heyra frá þér aftur... kveðja Ída

    ReplyDelete